Ræktunarstöðin okkar
Við erum staðsett í jarðhitagarði ON við Hellisheiðarvirkjun og notum umframhita frá virkjuninni, endurnýjanlega orku, hreint vatn og náttúrulega kolefnislosun til þess að skapa fyrstu kolefnisneikvæðu ræktunarstöðina í heiminum.
Þar beitum við nýjustu tækni, sem þróuð var fyrir okkur af vísindamönnum í fremstu röð á heimsvísu, til þess að rækta næringarríka smáþörunga innandyra í stýrðu umhverfi við kjöraðstæður allan ársins hring.