Frí heimsending með öllum pöntunum yfir 3.600 kr.

Næring sem hefur áhrif

Við hjá ÖRLÖ beitum hátæknilausnum til þess að rækta smáþörunga á sjálfbæran hátt á Íslandi. Þannig getum við framleitt Omega-3 fitusýrur úr frumuppsprettu þeirra (fiskar fá sínar fitusýrur úr þörungum) án þess að hrófla nokkuð við lífríki fiska og hafsins.

Sjálfbær ræktun

Tæknin okkar var þróuð af vísindamönnum í fremstu röð á heimsvísu. Framleiðslan er kolefnisneikvæð og knúin hreinni, íslenskri orku. Geltöflurnar okkar tryggja þrefalt betri upptöku næringarefna í líkamanum en annars konar uppsprettur og eru því minni en þekkist á markaðnum.

Við trúum því að þú eigir ekki að þurfa að velja milli heilsu þinnar og plánetunnar. Við höfum beislað máttinn í fyrstu plöntum jarðarinnar til þess að framleiða vörur sem eru bæði góðar fyrir þig og umhverfið.
Our goal is to make healthy living accessible to everyone and inspire positive changes
Kristinn Hafliðason
Framkvæmdarstjóri VAXA technology á Íslandi

Framtíðin er næringarrík

ÖRLÖ starfrækir sjálfbærustu smáþörungaræktun í heimi. Byltingarkennt og kolefnisneikvætt framleiðsluferlið gerir ÖRLÖ kleift að rækta næringarríka smáþörunga við kjöraðstæður á Íslandi allan ársins hring. ÖRLÖ nýtir 99% minna landsvæði og vatn en þarf til að framleiða aðrar Omega vörur.

Flest fólk fær Omega-sýrurnar sínar úr fiskiolíu. Fiskar fá hins vegar Omega-sýrur úr smáþörungum. Við ræktum því sjálfa frumuppsprettuna, næringarríka smáþörunga, sem eru uppfullir af prótínum, steinefnum og vítamínum.

100% næring og 0% samviskubit.

Ræktunarstöðin okkar

Við erum staðsett í jarðhitagarði ON við Hellisheiðarvirkjun og notum umframhita frá virkjuninni, endurnýjanlega orku, hreint vatn og náttúrulega kolefnislosun til þess að skapa fyrstu kolefnisneikvæðu ræktunarstöðina í heiminum.

Þar beitum við nýjustu tækni, sem þróuð var fyrir okkur af vísindamönnum í fremstu röð á heimsvísu, til þess að rækta næringarríka smáþörunga innandyra í stýrðu umhverfi við kjöraðstæður allan ársins hring.
ÖRLÖ Nutrition is a brand owned by VAXA Technologies in Iceland ehf.
  • info@orlonutrition.is
  • +354 513-1000
  • Kt: 701117-1230
  • VSK: 130305

Innskráning á Mitt ÖRLÖ